Nokia tilkynnti í dag að meðalsöluverð á farsímum sínum á fyrsta ársfjórðungi hefði verið 103 evrur eða nokkuð hærra en spár fyrirtækisins gerðu ráð fyrir, segir greiningardeild Landsbankans.

Í janúar sögðust forsvarsmenn Nokia búast við því að meðalsöluverðið á hvern farsíma á fyrsta ársfjórðungi yrði um 99 evrur eða þar fyrir neðan. Þá bjuggust greiningaraðilar á vegum Reuters fréttaveitunnar við því að meðalsöluverðið yrði um 98 evrur

Nokia, sem er stærsti framleiðandi farsíma í heiminum, segir ástæðuna vera betri sölu í dýrum farsímum en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Markaðsaðilar tóku að vonum vel í tilkynninguna og hækkaði gengi bréfa í Nokia um 5% í viðskiptum dagsins.