Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins er meðalyfirdráttur á hvern einstakling á vinnufærum aldri (aldrinum 18-65 ára) 377.132 krónur.

Samtals skulda íslensk heimili rúma 75 milljarða í yfirdrátt. Ljóst er að vaxtakostnaður slíkra lána mun aukast mikið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær, en stýrivextir eru nú 18%.

Algengir yfirdráttarvextir í bönkunum hafa verið í kringum 20% og því má gera ráð fyrir að þeir hækki upp í 26%.

Árlegur vaxtakostnaður heimila vegna yfirdráttar gæti því numið í kringum 19 milljörðum króna, sem gerir tæpar 100 þúsund krónur í vaxtakostnað á hvern vinnandi mann.

Nánar verður fjallað um stöðu og kostnað yfirdráttarlána í Viðskiptablaðinu á föstudag.