Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, var launahæsti bankastjórinn í Bandaríkjunum árið 2013. Þetta kemur fram í úttekt Wall Street Journal.

Blankfein fékk 23 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 2,645 milljarða íslenskra króna, í laun og hlunnindi í fyrra. Gerir það rúmar 220 milljónir króna. Ef bankinn nær árangursmarkmiðum sínum gæti hann fengið 6 milljónir dala til viðbótar eftir nokkur ár, vegna ársins 2013.

Laun Blankfein hafa ekki verið hærri í 6 ár. Árið 2007 fékk hann 70 milljónir dala í laun, hlunndindi og bónusa. Það gerir rúma 8 milljarða á núverandi gengi ísl. krónunnar.

James Dimon, forstjóri JP Morgan, var skammt undan. Hann fékk um 20 milljónir dala, um 2,3 milljarða króna. Rétt á eftir var John Stumpf, forstjóri Wells Fargo, með um 19 milljónir dala.

Viðmælendur Wall Street Journal telja launagreiðslur til forstjóranna allt of háar.