Félagið Funaberg fjárfestingar ehf. bættist við lista yfir 20 stærstu hluthafa fasteignafélagsins Kaldalóns í síðasta mánuði.

Funaberg, sem er í jafnri eigu Ólafs Páls Snorrasonar og Hrafnhildar Eymundsdóttur, er nú tólfti stærsti hluthafi Kaldalóns með 2,04% hlut sem er tæplega 360 milljónir króna að markaðsvirði. Ólafur Páll og Hrafnhildur eru eigendur fasteigna- og byggingarfélagsins OS eigna ehf. Ólafur Páll er sonur Snorra Hjaltasonar verktaka.

MA5 ehf., í eigu Óla Vals Steindórssonar, er ekki lengur á listanum en félagið átti 2,04% um síðustu áramót.

Stærstu hluthafar Kaldalóns 31. janúar 2023

Hluthafi Eignarhlutur
Skel fjárfestingafélag hf. 12,68%
Arion banki hf. 9,21%
Stapi lífeyrissjóður 8,82%
Stefnir – Innlend hlutabréf hs. 7,74%
Norvik hf. 7,50%
Vátryggingafélag Íslands hf. 4,38%
E&S 101 ehf. 4,31%
Stefnir – ÍS 5 3,29%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 3,04%
Edra ehf. 2,67%
Búbót ehf. 2,43%
Funaberg fjárfestingar ehf. 2,04%
RES 9 ehf 1,75%
Kvika banki hf. 1,63%
365 hf. 1,32%
Lov&co ehf. 1,27%
Akta HL1 1,23%
Akta HS1 1,22%
Fagfjárfestasjóðurinn Algildildi 1,08%
Investar ehf. 1,03%
Aðrir hluthafar 21,37%
Heimild: Kaldalón

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudaginn, 2. febrúar.