Samkvæmt nýjum skilyrðum bandaríska fjármálaeftirlitsins sem samþykkt voru í síðustu viku er skráðum bandarískum fyrirtækjum nú skylt að greina frá því hvað forstjórar þeirrar þéna í hlutfalli við árstekjur meðalstarfsmanns. Nú þegar þau gögn hafa verið tekin saman fyrir síðasta ár kemur í ljós að enginn forstjóri bandarísks fyrirtækis þénaði hærra hlutfall af árstekjum meðalstarfsmanns en Donald Thompson, fyrrverandi forstjóri McDonalds. Í fyrra hafði hann 7,29 milljónir bandaríkjadollara í árstekjur en meðaltekjur starfsmanna McDonalds eru um 11.324 dollarar á ári. Það þýðir að Thompson þénaði 664 falt meira en meðalstarfsmaður McDonalds.

Á eftir McDonalds kemur fyrirtækið Community Health Systems en forstjóri þess, Wayne Smith, þénaði 26,44 milljónir bandaríkjadollara á síðasta ári á móti 63.837 dollurum sem meðalstarfsmaður fyrirtækisins þénaði á sama tíma.

Bloomberg tók saman lista yfir mesta hlutfallsmun á milli árstekna forstjóra og meðalstarfsmanns á meðal skráðra bandarískra fyrirtækja. Hann má sjá hér fyrir neðan.