Hlutdeild erlendra vátryggingafélaga á líftryggingamarkaðnum jókst úr tæpum 56% árið 2008 í tæp 72% árið 2012. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins (FME) sem hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi þessara félaga hérlendis.

Í tilkynningu á vef FME segir að erlendu félögin hafi höfuðstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og heimild þeirra til að stunda vátryggingastarfsemi hérlendis byggi á lögum um vátryggingastarfsemi.

Þær tölulega upplýsingar sem FME hefur birt byggja á gögnum sem eftirlitið fékk frá fjármála- og eða vátryggingaeftirlitsstofnunum þeirra ríkja þar sem félögin hafa höfuðstöðvar. Á vef FME er tekið fram að réttmæti gagnanna sé á ábyrgð viðkomandi eftirlita.

Í töflunni, sem fengin er af vef FME, sést umfang erlendu vátryggingafélaganna árunum 2008 til 2012.

Taflan sýnir annars vegar bókfærð iðgjöld í nokkrum vátryggingagreinum, umreiknuð í þúsund íslenskar krónur á meðalgengi ársins og hins vegar samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga í öllum iðgjöldum sem greidd eru á Íslandi í viðkomandi vátryggingagrein. Hafa ber í huga að markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga getur tekið breytingum í takt við sveiflur á gengi íslensku krónunnar.

fme
fme