Hagur Íslenskra verðbréfa hf. vænkaðist á síðasta ári en félagið hagnaðist um 1,4 milljónir króna eftir að hafa tapað 88 milljónum árið á undan. Hreinar rekstrartekjur námu 717 milljónum og jukust lítillega. Á sama tíma dróst kostnaður saman um 107 milljónir sem má rekja til fækkunar ársverka um rúmlega fimm.

Félagið var með tæplega 95 milljarða, í eigu tæplega 3 þúsund aðila, í stýringu hjá sér og minnkaði umfangið um tæplega tvo milljarða króna. Jóhann Magnús Ólafsson er framkvæmdastjóri félagsins.