Jökull Jóhannsson hefur skrifað undir atvinnumannasamning í tölvuíþróttum við bandaríska liðið Tempo Storm. Jökull keppir undir merkjum Tempo Storm í leiknum Hearthstone, þar sem hann kallar sig Kaldi.

„Ég spilaði Starcraft áður og hafði eitthvað upp úr því, en ekkert í fullu starfi. Síðan byrjaði ég á þessu af fullum krafti í byrjun árs,“ segir Jökull í samtali við Viðskiptablaðið, en hann er 22 ára gamall. Utan þess að keppa fyrir hönd liðsins á mótum heldur hann úti síðu á streymisíðunni Twitch, auk þess sem hann hefur tekið að sér að lýsa mótum og keppnum í Hearthstone.

„Þetta er mjög fínt. Ég er mikið að lýsa mótum erlendis og er mikið að ferðast út af því. Þetta er dálítið fjölbreytt, kannski er ég að lýsa móti einn daginn og er síðan að keppa í deildarkeppni daginn eftir,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjárfestar sýna hlutabréfum í CCP aukinn áhuga.
  • Hið opinbera hefur afskrifað meira af innviðum en það hefur fjárfest í síðustu sjö ár.
  • Framkvæmdastjóri Samtaka frumlyfjaframleiðenda segir ríkið ráða lyfjaverði nær alfarið hér á landi.
  • Grænfriðungar styðja hugmyndir um lagningu sæstrengs.
  • Stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans er reifuð.
  • Reykjaneshöfn vill 19 ára gamlan veg endurgreiddan frá ríkissjóði.
  • Lóðaverð hefur hækkað um 508% á 12 árum.
  • Hagur þeirra ríkustu á Íslandi batnaði í fyrra.
  • Verðtryggðar eignir bankanna aukast hraðar en verðtryggðar skuldir þeirra.
  • Efnahagur íslensks sjávarútvegs hefur batnað verulega undanfarin ár.
  • Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, er í ítarlegu viðtali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um tryggingagjald.
  • Óðinn fjallar um afleiðuviðskipti.
  • Með blaðinu fylgir veglegt sérblað um tækni.