Við erum að leita að stórum tækifærum í Argentínu,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Björgólfur fundaði með Francisco Cabrera, iðnaðarráðherra Argentínu, á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í síðustu viku, um mögulegar fjárfestingar Novator, fjárfestingafélags Björgólfs, í Argentínu.

„Þegar við fórum til Argentínu fyrir þremur árum síðan var fjárfestinga- og efnahagsumhverfið ekki alveg nógu gott. Við enduðum á að fara til Chile í sömu ferð og keyptum fyrirtæki þar, sem við ætluðum alls ekki að gera,“ segir Björgólfur. Novator keypti þá fjarskiptafyrirtækið Nextel í Chile sem síðar fékk nafnið WOM.

„Við erum búin að fjárfesta fyrir 700 milljónir dollara þar síðan þá,“ segir hann en upphæðin samsvarar um 70 milljörðum íslenskra króna. Björgólfur segir að Novator sé tilbúið að fjárfesta fyrir sömu upphæðir í Argentínu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .