Pálmi Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns ljósvakasviðs Skjás eins. Meginverkefni Pálma verður að bera ábyrgð á og móta dagskrárstefnu Skjás eins, ákveða innlenda framleiðslu, sinna erlendum innkaupum sem og vöruþróun Skjás eins og annarra ljósvakamiðla til framtíðar. „Ég ætla að vera spar á yfirlýsingar og láta frekar verkin tala,“ svarar Pálmi aðspurður um áherslur í nýja starfinu.

Aðspurður um áhugamál segir Pálmi þau vera fjölmiðlun, tónlist, markaðsmál, veiði, golf, útiveru, ferðalög og hreyfingu. Þá segist hann vera með bíladellu á lokastigi og trommi í laumi.

Pálmi bjó í fjögur ár ásamt eiginkonu sinni í Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum. Þar stundaði hann háskólanám í fjölmiðla- og rekstrarhagfræði með markaðsfræði sem aukagrein í skólanum ASU Walter Cronkite School of Journalism & Mass Communication.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .