Jón Stephenson von Tetzchner hefur stofnað sitt þriðja félag til að halda utan um fjárfestingar sínar hér á landi. Um er að ræða félagið Vivaldi Technologies ehf. Fyrir á hann félögin Vivaldi Island ehf. og Dvorzak Island ehf. Dvorzak var stofnað á árinu 2012 en hin tvö á þessu ári. Vivaldi félögin eru skráð fyrir tveimur skuldabréfaútgáfum fyrr í þessum mánuði upp á rúmlega 700 milljónir króna. Skuldabréfaútgáfu sem er farið í í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.

Mikið í fasteignir
Í samtali við Viðskiptablaðið segir Jón að hann hafi verið að fjárfesta jafnt og þétt á Íslandi að undanförnu. „Ég kem til með að halda áfram að fjárfesta á Íslandi,“ segir Jón en áður hefur komið fram að hann hefur meðal annars fjárfest í fyrirtækjum á borð við OZ, Spyr og Hringdu. Stærsti hluti fjárfestinga Jóns hefur verið í fasteignum hér á landi.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Sérfræðingur hjá FME segir skerðingu lífeyrisréttinda óumflýjanlega
  • Útgerðarfyrirtæki hafa greitt 19 milljarða í opinber gjöld á tveimur árum
  • Hitaeiningar eru fljótar að safnast upp þegar farið er út á lífið
  • SA og ASÍ hafa lítið rætt um launahækkanir í kjaraviðræðunum
  • Ítarleg fréttaskýring um skuldaniðurfellingatillögurnar sem verða kynntar í lok vikunnar
  • Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma íhuga að loka líkhúsi og kirkju
  • Húsníðingur á Álftanesi stundaði fjársvik og skattsvik en kenndi bankanum um allt
  • Hluthöfum félaga í Kauphöllinni hefur fækkað mikið að undanförnu
  • Rýnt í uppgjör Íslandsbanka
  • Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Lax-ár, ræðir um laxveiðibransann og erfiðan rekstur fyrirtækisins
  • Sól í Tógó heldur listaverkauppboð  til að safna fyrir byggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn
  • Tillögur skosku ríkisstjórnarinnar um leiðir til sjálfstæðis vekja mismikla hrifningu
  • Fransk-íslenska sendiráðið kynnti Beaujolais-vínið í ár
  • Baggalútur mun sennilegast eiga mest seldu plötuna fyrir jólin
  • Ferðaskrifstofan Nazar seldur Íslendingum sólarlandaferðir
  • Nærmynd af nýjum formanni Félags löggildra endurskoðenda
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um sérhagsmuni
  • Óðinn skrifar um meðferð á kröfuhöfum
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira