Margir sjá tækifæri í ferðaþjónustunni og er fjöldi þekktra aðila úr íslensku atvinnulífi þeirra á meðal. Má sem dæmi nefna hjónin Önnu Lísu Sigurjónsdóttur og Hreiðar Má Sigurðsson, en hann er fyrrverandi forstjóra Kaupþings og hún er sjálf enginn nýgræðingur í íslensku atvinnulífi. Anna lísa situr í stjórn Hótel Búða og á félagið Gistiver ehf. sem rekur tvö hótel í Stykkishólmi.

Þau Anna Lísa og Hreiðar Már hafa jafnframt verið orðuð við lúxushótelið Ion á Nesjavöllum, en óstaðfestar heimildir Viðskiptablaðsins herma að tenging þeirra sé einkum við fasteignir þar, en aðrir eiga reksturinn. Þau hjónin vildu ekki tjá sig um ferðaþjónustureksturinn þegar Viðskiptablaðið hafði samband.

Félagið Ion Hotel ehf. er hins vegar í eigu þeirra Halldórs Hafsteinssonar og Sigurlaugar B. Hafsteinsson. Halldór er, ásamt viðskiptafélaga sínum Davíð Mássyni, orðinn nokkuð atkvæðamikill í ferðaþjónustu. Þeir eiga og reka t.d. flugfélagið Avion Express og önnur félög tengd því.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er:

  • Ferðamönnum fjölgar hraðast á Íslandi
  • Halldór Jörgensson selur spjaldtölvur fyrir Microsoft
  • Skiptastjóri og sýslumaður deila um þinglýsingu á Vatnsenda
  • Markaðsvirði Icelandair nær nýjum hæðum
  • Hverjar eru líkurnar á því að vinna í Lottó?
  • Heimasíminn vinsælastur á Íslandi
  • Netið notað til að bæta svefn fólks
  • Úttekt á styrkveitingu fyrirtækja til menningarviðburða
  • Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint, ræðir stofnun fyrirtækisins, greiðsluþjónustu og áhrif snjallsímabyltingarinnar á geirann í ítarlegu viðtali
  • Audi Allroad reynslukeyrður
  • Bleikar giftingar
  • Tillögur að hringferð fyrir fólk sem á pening
  • Nærmynd af Pétri Blöndal, nýjum framkvæmdastjóra Samáls
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem tjáir sig um kynjahlutföll hjá hinu opinbera
  • Óðinn skrifar um hærra eiginfjárhlutfall banka
  • Þá eru í blaðinu pistlar, Eftir vinnu og margt, margt fleira