Dvorzak Island ehf., fjárfestingarfélag Jóns von Tetzchner hér á landi, tapaði rúmum 12 milljónum króna á síðasta ári. Inni í félaginu eru meðal annars fasteignir sem eru metnar á um 570 milljónir, 16,6% eignarhlutur Jóns í IPTV ehf., betur þekkt sem OZ og 100% hlutur í félaginu Íslenskar vefverslanir ehf. Enginn rekstur var í því félagi á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi þess.

Helsta skuld Dvorzak er 805 milljóna króna skuld við félag í eigu Jóns vegna þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans.

Dvorzak Invest gaf út óverðtryggt skuldabréf með 4,5% vöxum en ekki er heimilt að greiða af bréfinu fyrr en árið 2017.