Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 20-22. júní næstkomandi en það verður í fyrsta skipti sem hún er haldin. Á meðal atriða verða þekkt erlend nöfn á borð við Massive Attack og Carl Craig auk fjölda íslenskra hljómsveita. Hátíðin hefur átt sér langan aðdraganda en það var fyrst síðasta sumar sem hjólin fóru að snúast að sögn, Friðriks Ólafssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Þótt stutt sé síðan miðasala hófst segir Friðrik að hún hafi nú þegar gengið mjög vel en svæðið undir hátíðina er bókað næstu fimm árin.

VB Sjónvarp ræddi við Friðrik.