Lloyd Blankfein, forstjóri bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, var launahæsti forstjóri Bandaríkjanna í fyrra, samkvæmt samantekt Bloomberg-fréttaveitunnar . Hann fékk 26 milljónir dala í laun og hlunnindi í fyrra. Það gera næstum því 3,2 milljarða íslenskra króna, rúmar 264 milljónir króna á mánuði. John Stumpf, forstjóri Wells Fargo, með 19,3 milljónir í laun.

Samkvæmt samantekt Bloomberg hækkuðu laun og hlunnindi 20 forstjóra í Bandaríkjunum um 7,7% að meðaltali á milli ára í fyrra.

Bloomberg hefur eftir forstjóra ráðgjafafyrirtæki að laun forstjóranna séu of há. Þau sýni jafnframt að stjórnir banka landsins hafi ekki mótað stefnu um það hvernig eigi að gera vel við forstjórana.