Flestir eru sammála um að Fjármálaeftirlitið gegni mikilvægu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði, líkt sambærilegar stofnanir í öðrum löndum, og ljóst er að mikið vald er sett í hendur stofnuninni. Stjórnendur þess, og stjórn, hljóta því að teljast til valdamesta fólks á fjármálamarkaði hverju sinni.

Aðalsteinn Leifsson hefur verið stjórnarformaður FME frá því í sumar en hann hefur mikla reynslu af innviðum ESB og hins evrópska markaðar og má víst telja að sú reynsla hafi talist honum til tekna enda eykst samþætting Íslands við hinn evrópska fjármálamarkað ár frá ári.

Aðalsteinn er stjórnmálafræðingur að mennt en hann lauk B.A.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1992 og M.Sc.-gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics þremur árum síðar. Nokkrum árum síðar settist hann á skólabekk á ný en þá lá leiðin til Skotlands, nánar tiltekið Edinborgar, þar sem hann lauk MBA-námi við Heriot-Watt University og Edinburgh Business School árið 2004.

Nánar fjallað um feril og persónu Aðalsteins í Viðskiptablaðinu undir liðnum Fólk. Áskrifendur blaðsins geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.