Meðalaldur bíla á Íslandi hefur hækkað úr 9,8 árum fyrir hrun upp í tæplega tólf ár samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segi í viðtali við blaðið að þetta sé í engum takti við það sem ætti að vera miðað við eðlilega endurnýjun.

Özur Lárusson segir að þrátt fyrir að nýskráningum hafi fjölgað lítillega í ár frá því í fyrra, sé ástandið langt í frá viðunandi. "Eðlileg endurnýjunarþörf bílaflotans er í kringum tólf til fjórtán þúsund nýskráðir fólksbílar á ári. Við reiknum með að þetta geti orðið 6.500 bílar í ár."