Meðalaldur þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum landsins hefur farið hækkandi frá árinu 2000 þegar hann var 42,2 ár, en haustið 2015 var hann 46,6 ár.

Hefur meðalaldur kvenkyns kennara hækkað meira en karlkyns kennara, eða úr 41,8 árum í 46,6 ár meðan meðalaldur karlkennara hefur hækkað úr 43,6 árum í 46,5 árum.

Meðalaldur starfsfólks við kennslu sem ekki hefur kennararéttindi er töluvert lægri en réttindakennaranna og hefur svo verið yfir allt tímabilið sem nefnt er að ofan.

Var meðalaldur kennara með kennsluréttindi 47,0 ár haustið 2015 en meðalaldur kennara án kennsluréttinda var hins vegar 39,0 ár. Er áberandi mest fækkun kennara undir þrítugu meðan kennarar sem eru 50 ára og eldri fjölgaði úr 23,7% þeirra haustið 1998 í 40,8 haustið 2015.