*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 5. ágúst 2018 11:01

Meðalfargjöld þurfa að hækka

Meðalfargjöld Icelandair þurfa að hækka eigi afkoman ekki að verða verri en spár gera ráð fyrir.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

„Uppgjörið var töluvert undir væntingum,“ segir Sigurður Örn Karlsson hjá IFS Greiningu um uppgjör Icelandair Group síðastliðinn þriðjudag. „Tekjurnar voru í samræmi við okkar spá en hins vegar var kostnaðarhliðin mun þyngri í öllum kostnaðarliðum. Vissulega hefur umfang félagsins aukist milli ára en það skýrir þó bara hluta af aukningu kostnaðar. 

Svo veltir maður því fyrir sér hvað gerist ef meðalfargjöld fara ekki að hækka á seinni hluta ársins eins og stjórnendur  eru að gera ráð fyrir. Ef þau standa í stað getur afkoman mögulega orðið lægri en gert hefur ráð fyrir. En hversu mikið er þó erfitt að segja til um. Það eru engin merki þess að það sé að draga úr samkeppni sem hefur haldið meðalfargjöldum niðri. Það skiptir félagið miklu máli að meðalfargjöld fari að hækka og að sætanýting batni til þess að afkomuspáin gangi einfaldlega eftir. Það er hins vegar erfitt að sjá hvað verður.

Á síðasta uppgjörsfundi töluðu stjórnendur um að það væru teikn á lofti um að meðalfargjöld færu að hækka. Skömmu seinna lét forstjóri WOW air hins vegar hafa það eftir sér að hann sæi meðalfargjöld ekki fara að hækka í bráð þrátt fyrir hækkandi olíuverð,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér