Verð á fasteignum í höfuðborg Bretlands hækkaði um tæp fjögur prósent milli mánaða í mars. Hefur fasteignaverð í London nú hækkað um 16% á einu ári og hefur aldrei verið jafndýrt að fjárfesta í húsnæði í London og nú. Meðalverð á seldum eignum í London í mars var rúmlega 570 þúsund pund, eða um 107 milljónir króna. Var hækkunin í síðasta mánuði þó nokkuð lægri að meðaltali á Eng landi og í Wales, eða um 2,6%, og kostar meðaleignin á svæðunum nú um 50 milljónir króna.

Þrátt fyrir að vera um helmingi lægra en í London, hefur húsnæðisverð þó aldrei verið hærra á Englandi og í Wales og nú. Rekja greiningaraðilar í Bretlandi vandann til skorts á húsnæði í suðurhluta Bretlandseyja. Þá hefur aukinn hagvöxt- ur og hagstæð fjármögnunarkjör ýtt undir fasteignaverðshækkanir á svæðinu. Eftirspurn frá erlendum aðilum eftir fasteignum í höfuðborginni hefur einnig aukist talsvert á síðustu misserum sem hefur að mati greiningaraðila verið einn helsti drifkraftur verð- hækkana í London og á svæðunum í kring.