Reglur Kauphallarinnar sem lúta að birtingu launa æðstu stjórnenda fyrirtækja skráðra fyrirtækja hafa þann tilgang að veita markaðnum og þar með fjárfestum upplýsingar fyrir mat á fyrirtækinu sem fjárfestingarkosti,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir mikilvægt að birtar séu upplýsingar um laun forstjóra sem eru með skráð hlutabréf á markaði. Það snúist öðru fremur um gagnsæi á markaðnum. Í uppgjörum þeirra stóru bankanna og fyrirtækja sem skráð eru á Aðalmarkað kemur fram að laun forstjóra og bankastjóra stóru viðskiptabankanna hafa hækkað talsvert milli ára.

Laun bankastjóra stóru viðskiptabankanna hækkuðu að meðaltali um 32,4% milli ára. Meðallaun þeirra námu 3,1 milljón króna á mánuði árið 2013. Nokkur munur er á launum bankastjóranna því Höskuldur H. Ólafsson var með 50,7 milljónir króna í heildarlaun og aðrar greiðslur á meðan Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var ekki hálfdrættingur hans með 22,2 milljónir króna þegar allt er til talið.

Á sama tíma hækkuðu laun forstjóra þeirra fyrirtækja sem eru með skráð hlutabréf í Kauphöllinni að meðaltali um 7,2%. Meðallaun forstjóra fyrirtækjanna námu rúmum 4,7 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .