Á síðasta ári var meðalframleiðsla á hvert kúabú í sögulegu hámarki. Skýrist það af því að framleiðslan var óvenju mikil, auk þess sem framleiðendum hefur farið fækkandi.

Frá þessu er greint á vef Bændablaðsins. Samkvæmt tölum sem þar eru birtar hefur framleiðendum fækkað um rúmlega 20 frá árinu 2008.

Þar kemur fram að magn innveginnar mjólkur á síðasta ári er hið þriðja mesta í sögu þessarar mælinga og vegna þess að búum hefur fækkað reiknast Landssambandi kúabænda (LK) svo til að aldrei hafi verið meiri framleiðsla á hvert bú en á síðasta ári. Einungis á árunum 2008 og 2009 var framleiðslan meiri.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins.