Aðgangur að hreinu vatni og sápu hefur ekki aðeins með hreinlæti að gera heldur einnig meðalhæð barna, samkvæmt nýrri rannsókn.

Í rannsókninni kom fram að börn sem hefðu aðgang að hreinu vatni og sápu væru 0,5 sentimetrum hærri en börn sem hefðu það ekki. Löndin í rannsókninni voru Bangladesh, Eþíópía, Nígería, Síle, Guatemala, Pakistan, Nepal, Suður-Afríka, Kenýa og Kambódía.

Dr. Alan Dangour, næringarfræðingur og sá sem fór fyrir rannsókninni, segir að með því að bæta aðgang að hreinu vatni og almennu hreinlæti væru líkur á niðurgangi minnkaðar til muna. Hann segir rannsóknina sanna að það sé sterkt samhengi á milli óhreins vatns, niðurgangs og vaxtarhömlunar hjá börnum.

Um 265 milljónir barna eru lágvaxnari en ella vegna vannæringar. BBC fjallar nánar um rannsóknina og niðurstöðurnar hér .