*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 3. júlí 2018 13:13

Meðalheildarlaun ljósmæðra 848 þúsund krónur

Árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt talna- og myndefni sem sýna kjaraþróun ljósmæðra. Greint er frá þessu á vef ráðuneytisins

Fram kemur að á árinu 2017 störfuðu að meðaltali 252 ljósmæður hjá ríkinu í 172 stöðugildum. Meðalstarfshlutfall þeirra hjá ríki árið 2017 var 69% og aðeins um 14% ljósmæðra eru í fullu starfi en á tímabilinu 2007 til 2017 hefur stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. 

Árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Umrætt nám er 120 eininga sérhæft nám sem einstaklingar sem lokið hafa BS í hjúkrunarfræði geta tekið. Frá 2008 hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.

Meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 voru 573 þúsund krónur en meðalheildarlaun þeirra fyrir fullt starf sama ár voru 848 þúsund krónur á mánuði. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is