*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. nóvember 2013 09:45

Meðallaun slitastjórnarmanna 5,5 milljónir

Slitastjórnarmenn í Kaupþingi fá 32.500 á tímann.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Theodór Sigurbergsson er launahæsti slitastjórnarmaðurinn í slitastjórn Kaupþings. Þetta kemur fram í uppgjöri slitastjórnarinnar fyrir þriðja fjórðung. 

Í uppgjörinu kemur fram að Theodór var með samtals 55 milljónir í laun fyrstu níu mánuði ársins. Það jafngildir að meðaltali 6,1 milljón á mánuði. Næst kemur Jóhannes R. Jóhannsson með 6,0 milljónir á mánuði, Feldís Lilja Óskarsdóttir var með 5,3 milljónir og Davíð B. Gíslason með rúmar 4,4 milljónir. 

Tímakaup slitastjórnarinnar er 32.500 krónur. Meðalmánaðarlaun slitastjórnarmanna Kaupþings hafa á árinu verið 5,5 milljónir króna.