KPMG hefur birt niðurstöður könnunar meðal stjórnarmeðlima en könnunin var framkvæmd í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Er markmið könnunarinnar að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og -konur og störf stjórna á Íslandi.

Í skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna lýsingu á meðalstjórnarmeðlim og ber fyrst að telja þau atriði sem karlar og konur í þessari stöðu eiga sameiginlegt.

Viðkomandi ver um 11-15 klukkustundum í mánuði í stjórnarstörf, fær greitt um 50-100 þúsund krónur fyrir og telur þóknun sanngjarna. Viðkomandi sat að meðaltali um 10-12 stjórnarfundi síðastliðna 12 mánuði, telur sig vera óháðan stjórnarmann, hefur setið í stjórn félagsins (sjóðsins) í 1-3 ár og ætlar að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .