Níu flokkar hafa verið ýmist inni eða úti í skoðanakönnunum í borginni og hefur munurinn verið allt að tveir borgarfulltrúar í fylgi flokkanna sem eru inni. Sveitastjórnarkosningar fara fram í dag um land allt, og er kosið víðast hvar til kukkan 22:00 í dag.

Baráttan um borgina hefur líkt og endranær vakið hvað mesta athygli en um tíma í byrjun kosningabaráttunnar í apríl sýndu skoðanakannanir að borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar væri fallinn.

Síðan þá hefur hann haldið í flestum könnunum, þrátt fyrir að Björt framtíð bjóði ekki fram, en síðan er hann fallinn á ný samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni, Þjóðarpúlsi Gallup sem Viðskiptablaðið hefur sagt frá. Ef síðustu fjórar kannanir eru teknar saman er Samfylkingin stærst en mjög litlu munar á þremur minnstu flokkunum sem hafa verið ýmist inni eða úti í síðustu könnunum.

Kannanir sem ná yfir allan maí mánuð

Fyrsta er könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið sem var birt 17. maí og náði yfir dagana 2. til 14. maí. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið birtist miðvikudaginn 23. maí en hún var send til þátttakenda, síðan birtist á föstudagsmorgun 24. maí könnun Fréttablaðsins sem gerð var 22. og 23. maí.

Allar þessar kannanir sýndu Samfylkinguna stærsta, með ýmist 8 eða 9 borgarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur með 7 borgarfulltrúa með en síðan kom seint í gærkvöldi könnun Gallup fyrir RÚV sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn stærstan með 8 borgarfulltrúa, Samfylkingin aðeins með 7 og borgarstjórnarmeirihlutann fallinn á ný.

Píratar hafa verið með tvo menn í flestum könnunum, líkt og Vinstri græn, en Viðreisn og Miðflokkur hafa báðir verið með einn mann í flestum könnunum þó stundum tvo, og átti það við um þann fyrrnefnda í nýjustu könnuninni. Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn hafa svo ýmist verið inni eða úti með mann í könnunum síðustu vikna.

Hér má sjá meðaltalsfylgi flokkanna miðað við þessar fjórar skoðanakannanir, en í sviga fyrir aftan ef einungis er horft á þær sem hafa verið teknar í þessari viku:

  • Samfylkingin: 30,3% (30,0%), en hún fékk  31,9% í kosningunum 2014
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 26,4% (27,0%), en hann fékk 25,7% 2014
  • Píratar: 10,2% (9,8%), en fengu 5,9% 2014
  • Vinstri græn: 7,0% (7,0%), en fengu 8,3% 2014
  • Viðreisn: 6,6% (6,6%)
  • Miðflokkurinn: 5,5% (5,9%)
  • Framsóknarflokkurinn: 3,4% (3,4%),  en Framsókn og flugvallarvinir fengu 10,7% 2014
  • Flokkur fólksins: 3,3% (3,4%)
  • Sósíalistaflokkurinn: 3,4% (3,2%)

Hér má lesa eldri fréttir um fylgi flokkanna í borginni:

Hér má lesa skoðanadálka, leiðara og pistla í Viðskiptablaðinu um málefni Reykjavíkurborgar: