Meðalútgjöld heimilanna mældust nokkuð stöðug yfir tímabilið 2011–2016 metið á föstu verðlagi að því er kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Hagstofunnar. Meðalneysluútgjöld á heimili árin 2013–2016 voru um 520 þúsund krónur á mánuði en mældust um 558 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu 2011–2014.

Útgjöld meðalheimilis til matarinnkaupa lækkuðu á tímabilinu rétt um 20% og voru orðin 13,1% heildarútgjalda í niðurstöðum áranna 2013–2016 eftir að hafa mælst 15,6% á tímabilinu 2012–2015. Á móti kemur að hlutfallslegt vægi annarra neysluflokka hækkaði, svo sem ferðir og flutningar, tómstundir og menning. Á heimili búa á milli 2,7–2,9 einstaklingar að meðaltali.

Ráðstöfunartekjur meðalheimilis í rannsókninni 2013–2016 voru 857 þúsund krónur á mánuði (verðlag 2016). Ráðstöfunartekjur allra hópa voru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali 60,7% af ráðstöfunartekjum. Í úrtaki áranna 2013–2016 voru 4.850 heimili, 1.678 þeirra tók þátt í rannsókninni og var svörun 34,6%.