Á höfuðborgarsvæðinu var fjöldi þinglýstra kaupsamninga 140 á tímabilinu 1. júlí til og með 7. júlí. Voru 105 þeirra vegna eigna í fjölbýli, 30 í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Var heildarveltan 6.733 milljónir króna og meðalupphæð á samning 48,1 milljón króna.

Á Suðurnesjum var á sama tíma 20 kaupsamningum þinglýst, þar af voru 10 um eignir í fjölbýli, 9 í sérbýli, og 1 um annars konar eign. Var heildarveltan 459 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,9 milljónir króna.

Var 21 kaupsamning þinglýst á Akureyri á sama tíma, voru þar af 15 um eignir í fjölbýli og 6 um sérbýli. Þar var heildarveltan 661 milljón króna og meðalupphæð á samning 31,5 milljón kóna.

Á Árborgarsvæðinu voru á þessu tímabili 15 kaupsamningum þinglýst, 5 um eignir í fjölbýli, 9 um sérbýli, og 1 um annars konar húsnæði. Þar var heildarveltan 349 milljónir króna og meðalupphæð 23,3 milljónir króna.

Tekið er fram í frétt Þjóðskrár að ekki sé hægt að túlka meðalupphæðina sem meðalverð eigna þar sem hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign.