Fyrrverandi meðeigandi endurskoðunarrisans KPMG í Bandaríkjunum hefur lýst sig sekan um innherjasvik.

Eins og vb.is hefur áður greint frá var meðeigandinn fyrrverandi, Scott London, rekinn fyrir að hafa látið félaga sinn, Bryan Shaw, fá innherjaupplýsingar um viðskiptavini KPMG. Mun Shaw hafa hagnast um rúma milljón dala með því að nota upplýsingarnar í hlutabréfaviðskiptum.

London hefur náð samkomulagi við saksóknara sem felur í sér að hann viðurkennir sekt í málinu og að hann eigi yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsirefsingu auk fimm milljóna dala sektar.

Shaw mun þurfa að greiða 1,3 milljónir dala í bætur, en þarf að öðru leyti ekki að sæta refsingu í málinu, enda komst það upp m.a. vegna þess að hann tók samtöl þeirra London upp fyrir lögregluna.