Samtök meðlagsgreiðenda hvetja einstæða meðlagsgreiðendur til borgaralegrar óhlýðni við skil á skattaskýrslum nú í mars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Samtökin hvetja einstæða meðlagsgreiðendur til að skrá sig í skattaskýrslum sem einstæða foreldra, og mótmæla þar með því að umgengnisforeldrar séu skráðir sem barnslausir einstaklingar í bókum hins opinbera. Að sama skapi mótmælum við því að meðlagsgreiðendur njóta ekki aðkomu að velferðarkerfinu sem foreldrar,“ segir í tilkynningunni.

Segir að með því að fylla skattaskýrsluna rangt út sé á það bent að einstæðir umgengnisforeldrar séu einstæðir foreldrar, jafnvel þótt stjórnvöld og þingmenn berji höfði við stein.