Evrópudómstóllinn úrskurðaði í morgun að eigendur vörumerkja mega banna smásölum að selja vörur sínar á netinu, t.d. á Amazon eða eBay, til þess að vernda ímynd sína að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal .

Ákvörðunin er talin gefa framleiðendum lúxusvörumerkja öflug tól til þess að stýra aðgengi að vörunum sem hefur eitt helsta áhyggjuefni þeirra með vaxandi netverslun. Í dómnum segir Evrópudómstóllinn að fyrirtækjum sé leyfilegt að setja skilyrði um meðferð vörunnar í samninga við smásala svo lengi sem ekki sé mismunað á milli þeirra.

Dómurinn féll í máli snyrtivöruframleiðandans Coty gegn þýska smásalanum Parfümerie Akzente, sem selur vörurnar á Amazon. Vörumerki Coty eru meðal annars snyrtivörur frá Calvin Klein, Marc Jacobs og Chloe.