Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að breyta úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) á næsta skólaári. Breytingin fólst í því að krafa var gerð um að námsmaður ljúki fleiri en 18 ECTS-einingum á hverju misseri eða samsvarandi hlutfalli á önn í fjórðungaskólum, til að eiga rétt á námsláni.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem mælti fyrir breyttum reglum í sumarbyrjun sagði að með henni hafi verið gerðar sömu kröfur til námsmanna hér og fram til ársins 2008.