Kosningaframboð forsetaframbjóðenda má ekki kosta meira en um 38 milljónir króna og framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum mega ekki fari yfir 400 þúsund krónur. Frá þessu er greint á ve f ruv.is.

Reglur voru fyrst settar árið 2006 um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem kveða á um hámark framlaga og útgjalda. þá er í lögum jafnframt krafust þess að frambjóðendur geri grein fyrir öllum framlögum og skili þeim upplýsingum til Ríkisendurskoðunar.

Í frétt RÚV er rifjað upp að forsetaframbjóðendur árið 1996 eyddu töluvert umfram fyrrgreinda upphæð í kosningabaráttuna. Þannig kostaði barátta Ólafs Ragnars 102 milljónir samkvæmt upplýsingum sem komu fram í Markaðinum í Fréttablaðinu nýverið. Ástþór Magnússon kom á hæla Ólafs Ragnars með 98 milljónir. Pétur Kr. Hafstein með 87 milljónir og loks Guðrún Agnarsdóttir með 42 milljónir á núvirði.

Frambjóðendur mega jafnframt ekki taka við framlögum frá óþekktum gefanda, ekki frá ríkisfyrirtækjum og ekki frá erlendum ríkisborgurum eða erlendum fyrirtækjum. Brot á viðurlögunum kann að sæta sektum og jafnvel fangelsi.