Flugmálayfirvöld tilkynntu í dag að banni á notkun rafeindabúnaðar í flugi yrði aflétt. Þau telja að farþegar eigi að geta notað búnað á borð við spjaldtölvur, lestölvur og annan tæknibúnað eins og þau vildu.

Samkvæmt núgildandi reglum verða farþegar að slökkva á öllum rafrænum búnaði í flugvélum þegar vélin er undir 10 þúsund fetum. Þeir munu hins vegar geta notað rafeindabúnað, á borð við spjaldtölvur, alla ferðina samkvæmt nýju reglunum. Stærri hluti, eins og fartölvur, þarf hins vegar að skorða niður í flugtaki og lendingu.

Farþegar munu geta notað snjallsíma til þess að horfa á myndir, hlusta á tónlist eða nota þráðlaust net, ef slíkt er fyrir hendi í flugvélinni. Hins vegar verður að vera slökkt á farsímakerfinu í símanum.

Hér má lesa meira um málið.