*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 22. október 2019 16:17

Mega taka meiri mat inn tollfrjálst

Í nýjum frumvarpsdrögum hækkar hármarksþyngt tollfrjálsra matvæla sem ferðamenn mega koma með úr 3 kg. í 10 kg.

Ritstjórn
Hámarksþyngt tollfrjálsra matvæla sem taka má inn í landið fer úr 3 kílóum í 10 kíló verði frumvarpið að lögum.
AFP

Samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum mun hámarksþyngd matvæla, sem ferðamenn og farmenn mega hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun, hækka úr 3 kílóum í 10 kíló. Frumvarpið er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og varðar ýmsar breytingar á tollalögum, meðal annars vöruval fríhafna sem selja áfengi og þyngdartakmörk fyrir innflutning ferða- og farmanna á matvælum, að því er fram kemur í umfjöllun á vefnum island.is þar sem nálgast má drögin til umsagnar.

Lagabreytingin er gerð til þess að gæta samræmis við þyngdarmörk í reglugerð Evrópusambandsins. Tillaga að breyttum á reglum um vöruval í áfengissölu má sömuleiðis rekja til Evrópusambandsins en hún er lög fram til að bregðast við áminningarbréfi EFTA frá haustdögum síðasta árs. 

Auk ofangreindra breytinga er í frumvarpinu er að finna ákvæði um að tollafgreiðslugengi taki mið af vikugengi í stað daggengis. Vikugengi skal taka mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands á mánudegi hverrar viku og mun sú skráning gilda út hverja viku fyrir sig.

Þá er með frumvarpinu stefnt að því að tollafgreiðsla verði nánast alfarið rafræn en þó er einstaklingum og öðrum, sem ekki eru í atvinnurekstri, heimilað að skila allt að 12 skriflegum aðflutningsskýrslum á hverju ári

 

Stikkorð: matvæli Tollar frumvarp