Það er meginregla hjá Valitor, útgefanda Visa-korta, að berist beiðni um afhendingu gagna frá yfirvöldum, innlendum eða erlendum, eða öðrum.

Ef Valitor telur einhvern vafa leika á um hvort félaginu sé heimilt eða skylt að afhenda gögnin þá er slíkum erindum synjað og dómstólum falið að skera úr.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent út.

Í tilkynningunni kemur fram að Valitor er háð skilyrðum laga í starfsemi sinni og vinnslu og meðhöndlar trúnaðarupplýsingar í samræmi við þau.

Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um Hæstaréttardóm frá 3. október sl. í máli nr. 514/2008, ríkisskattstjóri gegn Valitor hf. Í því dómsmáli sem um ræðir var niðurstaða Hæstaréttar ekki einróma. Strax eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar voru ríkisskattstjóra afhent umbeðin gögn segir í tilkynningunni.