*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 22. maí 2020 07:01

Megnið af ríkisábyrgðum veitt ríkisbönkunum

Samningar SÍ við bankana um veitingu viðbótarlána upp á 70% ríkisábyrgð vegna faraldursins voru undirritaðir fyrir skemmstu.

Ritstjórn

Samningar Seðlabankans við viðskiptabankana um veitingu viðbótarlána upp á 70% ríkisábyrgð vegna veirufaraldursins voru undirritaðir fyrir skemmstu.

Í fyrradag voru þeir gerðir opinberir á vef Seðlabankans. Samkvæmt þeim ábyrgist ríkið mesta fjárhæð á nýjum viðbótarlánum Landsbankans að hámarki 20 milljarðar króna og Íslandsbanka allt að 16 milljörðum króna. Ábyrgðin vegna Arion banka og Kviku nemur samanlagt 10,6 milljörðum króna en þar af eru 630 milljónir króna vegna Kviku. Ríkisábyrgðir við ríkisbankana Íslandsbanka og Landsbankann nema því 77% af ríkisábyrgðum viðbótarlána samkvæmt samningunum.

Samningarnir við bankana fjóra eru að mestu leyti samhljóða en örlítinn blæbrigðamun milli banka má finna í þeim. Listar yfir fyrirtæki sem þiggja lán samkvæmt þeim munu verða gerðir opinberir.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.