Mál Ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ásgeiri Jóhanessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og fjárfestingafélaginu Gaumi, vegna meintra skattalagabrota á árunum 1998 til og með 2003, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 09:15.

Stærstu fjárhæðirnar sem um ræðir eru, samkvæmt ákæru, um 670 milljónir króna sem fjárfestingafélagið Gaumur á að hafa vantalið fram sem skattskyldar tekjur. Þannig hafi félagið komið sér undan greiðslu um 200 milljóna tekjuskatts.

Málið má rekja til rannsóknar á svokölluðu Baugsmáli sem lauk með því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Gerald Sullenberger voru dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsik, og Tryggvi Jónsson og í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi.