Orkuveita Reykjavíkur kynnti 22. janúar sl. áform um nýtingu jarðhita við Gráuhnúka í sveitarfélaginu Ölfusi fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Ef nýting á þessum virkjunarkosti verður að veruleika gætu virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiðar- og Hengilssvæðinu í framtíðinni orðið fjórar til fimm talsins.

Í heild gæti jarðhitaorkan á þessu svæði þá skilað meiri raforku en Kárahnjúkavirkjun og þá er nýting á heitu vatni til húshitunar ekki talin með.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í aukablaði um orku & auðlindir sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .