Búmenn ráku í lok síðasta árs 540 íbúðir um landið allt fyrir fólk 50 ára og eldra. Íbúar greiða fyrir búseturétt sem nemur 10-30% af kostnaðarverði íbúða en hann er oftast nær í kringum 10%. Sá búseturéttur er þá þinglýstur sem kvöð á viðkomandi íbúð. Búmenn skiluðu hagnaði á síðasta ári upp á 123 milljónir og eigið fé nam 103 milljónum.

Daníel Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir íbúðir Búmanna falla undir lög um húsnæðissamvinnufélög. Ef einhverjar breytingar eru gerðar á félaginu þurfa þær að fara fyrir velferðarráðuneytið. Eftirlitið er því meira hjá félögum sem falla undir þessi lög og hluti íbúa er lægri en til dæmis þeirra sem eiga afnotarétt í þjónustu- og öryggisíbúðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.