Beint flug á löngum flugleiðum nýtur síaukinna vinsælda meðal viðskiptaferðalanga og efnaðri ferðamanna sem eru tilbúnir að greiða 20% meira fyrir þesskonar ferðir en þar sem þarf að millilenda. Flugfélög eru sífellt að bæta við lengri beinum ferðum þar sem nýjustu gerðir flugvéla bjóða upp á þann möguleika.

Lengstu flugin geta varað í um 18 klukkutíma. T.d.hóf flugfélagið Qantas flug frá Sydney í Ástralíu til Dallas í Texas á síðasta ári fjórum sinnum í viku og í sumar verða ferðirnar daglega. Delta flýgur frá Jóhannesarborg til Atlanta og Emirates er að fjölga flugframboði sínu og flýgur beint frá Los Angeles til Dubai og bætir Dallas við í næsta mánuði.

Beint flug kostar meira þar sem flugvélarnar eru sérstaklega útbúnar fyrir svo langar flugleiðir og geta nýjustu gerðir Boeing og Airbus véla flogið meira en níu þúsund mílur án þess að þurfa að taka eldsneyti.

Oftast er boðið upp á viðskiptafarrými og fyrsta farrými í þessum flugferðum en viðskiptafarrýmið er vinsælla. Eru þessar ferðir þær einu í sögu flugfélagsins Singapore Air þar sem fleiri sitja á viðskiptafarrými en á fyrsta farrými. Flugfélagið brá því á það ráð að innrétta alla vélina eins og viðskiptafarrými þar sem eru 100 rúm í vél sem tekur meira en 300 farþega. Þessar ferðir kosta um 20% meira en að fljúga með millilendingum og sparast um fjórir klukkutímar þegar flogið er frá Asíu til Bandaríkjanna.

Þessar löngu flugleiðir kosta skildinginn en t.d. kostar flug á viðskiptafarrými frá Newark flugvelli í New York til Singapúr 8.500 Bandaríkjadali eða rúmlega milljón íslenskra króna. Til samanburðar kostar ferð á viðskiptafarrými frá JFK flugvelli í New York til Singapúr með millilendingu í Frankfurt 7.500 Bandaríkjadali eða rúmlega 900 þúsund krónur samkvæmt útreikningum