Meira en 5 milljónir Breta eyða meiri peningum en þeir afla í hverjum mánuði, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Samkvæmt frétt Telegraph er líklegt að ástandið í þessum efnum versni enn frekar á komandi mánuðum haldi orkuverð áfram að hækka.

Fjöldi þerra sem lifa um efni fram hefur aukist um 8% á undanförnum þremur árum.

Fjöldi þeirra sem eyða meira en þeir afla er nokkuð breytilegur eftir svæðum. Ástandið er einna skárst í London þar sem um 8% íbúa eyða meira en þeir afla.