Rúmlega 60 milljón manns flugu með easyJet á milli ára í enda maí. Þetta hefur aldrei áður gerst í sögu easyJet. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að um 10 mlljónir farþeganna áttu á síðastliðnum mánuðum í viðskiptaerindum. Það ku vera til marks um það hversu víðfemt leiðarkerfi félagsins er orðið.

Þá segir í tilkynningunni að þegar easyJet var stofnað í nóvember árið 1995 rak það aðeins tvær flugvélar sem flugu á milli áfangastaða innan Bretlandseyja. Nú, 18 árum síðar, samanstendur flugfloti easyJet af 212 farþegaþotum. Flugvélar félagsins lenda á 137 flugvöllum í 33 löndum í Evrópu og Norður Afríku og er easyJet orðið fjórða stærsta flugfélag í Evrópu og stærsta flugfélagið á Bretlandseyjum. easyJet er jafnframt eitt stærsta fyrirtæki Breta og var nýlega tekið inn í FTSE100 vísitöluna.

Um 2000 flugmenn starfa hjá easyJet og um 4500 flugþjónar og flugfreyjur. Meðalaldur flugvéla í flota easyJet er innan við 4 ár sem er með því yngsta sem þekkist hjá svo stóru flugfélagi.

easyJet hóf flug hingað til lands fyrir rúmu ári síðan og flýgur nú til þriggja áfangastaða frá Keflavík allt árið um kring, þ.e.a.s. til Lundúna, Manchester og Edinborgar.