*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 2. apríl 2019 07:30

Meira en helmingur nýskráðra bifreiða rafknúinn

Tæplega 60 prósent nýskráðra bíla í Noregi í síðasta mánuði voru rafbílar. Tesla Model 3 sló öll met.

Ritstjórn
Tesla Model 3 nýtur mikilla vinsælda meðal Norðmanna.

Rafbílar voru meira en helmingur nýskráðra bifreiða í Noregi í nýliðnum mánuði. Tæplega þriðjungur þeirra voru Tesla Model 3. 

Samkvæmt upplýsingum frá samgöngustofu þeirra Norðmanna voru 18.375 bifreiðar nýskráðar í síðasta mánuði. Það er aukning um 27,6 prósent samanborið við mars í fyrra. Af bifreiðunum 18 þúsund voru tæplega sex af hverjum tíu knúnir áfram af rafmagni eða vetni. Noregur er það ríki heimsins þar sem hlutfall rafbíla er hæst miðað við höfðatölu. 

5.315 nýjar Tesla bifreiðar, Model 3, voru nýskráðar í landinu en stutt er síðan týpan rataði inn á evrópskan markað. Það er met í nýskráningu rafbíla þar ytra en fyrra metið átti Nissan Leaf en tæplega 2.200 slíkir bílar voru keyptir nýir í Noregi í mars 2018. 

Stikkorð: Tesla rafbílar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is