Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í maí námu 2,9 milljörðum króna og þar af voru 2,7 milljarðar vegna almennra lána en til samanburðar voru 1,3 milljarðar veittir að láni í almennum lánum í maí 2010. Meðalútlán mánaðarins voru 10,5 milljónir en voru 9,95 milljarðar í apríl. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu ÍLS fyrir maímánuð.

Þar segir að heildarvelta íbúðarlána hafi verið 74 milljarðar króna og jókst hún um 20 milljarða á milli mánaða.