*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 9. febrúar 2019 18:29

Meira jafnvægi milli Borgar og sveita

Töluverður munur er á hagvexti eftir landshluta. Vöxturinn er langmestur þar sem ferðaþjónustan blómstrar.

Ritstjórn
Ferðaþjónustan hefur dregið vaxtarvagninn undanfarin ár.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

Það getur borið mikið á milli hvaða augum menn sjá hagsveifluna eftir landshlutum. Borgarbúar lofsyngja sterka krónu á meðan sjávarþorið harmar skertan hlut og öfugt. Í nýrri skýrslu um hagvöxt landshluta má sjá að þessi ólíka sýn eftir landshlutum er ekki tilkominn að ástæðulausu en jafnframt má sjá í henni merki um að betra jafnvægi sé að nást milli höfuðborgar og landsbyggðar.

Hagþróun frá fjármálahruninu 2008 hefur verið áþekk á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Í upphafi niðursveiflunnar dróst framleiðsla meira saman á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni en þegar á líður nær borgin vopnum sínum og siglir fram úr sveitinni. Árið 2013 var hagvöxtur á höfuðborgarsvæðinu 3% eða einni prósentu meiri vöxtur en á landsbyggðinni og síðan þá hefur bilið aukist ár frá ári.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu, Hagvöxtur landshluta, sem Byggðastofnun gefur út í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Dr. Sigurður Jóhannsson hafði umsjón með útgáfunni, en í skýrslunni er hagþróun átta landshluta skoðuð á tímabilinu 2008-2016.

Nánar er fjallað um málið í Viðksiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér