Sala á varningi á netinu jókst um meira en 20% á hinum svokallaða Svarta föstudegi í síðustu viku í Bandaríkjunum. Dagurinn markar upphaf jólainnkaupa og er stærsti kaupdagur ársins þar í landi.

Samkvæmt fyrirtækinu ComScore nam aukningin milli ára 26%. IBM, sem einnig mælir notkun, telur aukninguna hafa verið 21%.

Sú síða sem notendur leituðu mest á var Amazon.com en þar á eftir komu Walmart, Best Buy, Target og Apple. Wall Street Journal fjallar um málið í dag.