Stjórnendur Altria, framleiðandi Marlboro, hafa endurmetið sölutölur félagsins en svo virðist sem almenningur reyki meira í faraldrinum en áður. Áður var búist við því að sölutölur myndu dragast saman um allt að 6% á þessu ári en 2-3,5% er núverandi mat.

Forstjóri Altria, Billy Gifford, segir að fólk reyki meira í ljósi þess að það eyði meiri tíma heima hjá sér og að rafsígarettur virðist ekki jafn vinsælar og áður eftir að Bandaríska ríkisstjórnin bannað ýmsar bragðtegundir. Marlboro stendur fyrir 43% af seldum sígarettum í Bandaríkjunum. Greint er frá á vef WSJ.

Hlutabréf Altria hafa hækkað um ríflega 1,3% það sem af er degi en markaðsvirði félagsins er um 79 milljarðar dollara.