Innlendir aðilar seldu meira af erlendum verðbréfum en þeir keyptu í júní og var munurinn rúmlega 6,5 milljarðar króna, er það um 15 milljarðar króna viðsnúningur í þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, segir greiningardeild Glitnis.

?Ef teknir eru síðustu fjórir mánuðir nemur nettósalan á þeim tíma 9,7 milljörðum króna samanborði við nettókaup upp á 29,0 milljarða króna á sama tímabili í fyrra," segir greiningardeildin.

Rekja má ástæður viðsnúningsins á kaupum á erlendum verðbréfum til lækkunar á gengi krónu og verði erlendra hlutabréfa.

"Reikna má með að innlendir fjárfestar haldi að sér höndum í erlendum fjárfestingum á næstunni eða þar til krónan hefur styrkst nokkuð á ný," segir greiningardeildin.